Mín áskrift leggur mikið upp úr vörum tengt heilsu og útliti. Við bjóðum upp á lágt verð og fría heimsendingu á flestum vörum beint í póstkassann þinn ( sjá umhyggja í umslagi ).
Þú færð vörurnar þínar sendar mánaðarlega til þín svo þú átt ekki hættu á því að gleyma að kaupa til dæmis þín mikilvægu bætiefni, hafa fyrir því að sækja vöruna og ekki er það verra að geta sparað í leiðinni.
Mín áskrift – léttir þér lífið!
Mín áskrift býður fyrirtækjum áskriftarþjónustu að ýmsum vörum sem fyrirtæki þurfa á að halda reglulega. Það vill oft gleymast í amstri dagsins að panta ýmsar vörur, hvar á að panta, hversu mikið, þarf að sækja og fleira. Hvort sem það eru ber í boxi, bakkelsi með kaffinu á föstudögum eða heilsudjúsar. Mín áskrift keyrir vörunum beint til þíns fyrirtækis á þeim tíma sem þér hentar. Gerðu vel við þína starfsmenn ─ það skilar sér!
Kíktu á fjölbreytt úrval af vörum sem gæti hentað að fá heimsendar reglulega. Það vill gleymast að kaupa ýmsar vörur sem við þörfnumst reglulega eins og ýmis vítamín eða bara að gera vel við sig og fá mánaðarlega boð um snyrtimeðferðir eða nudd. Kíktu á vörunar, hvort sem það eru pottaplöntur, vítamín eða snyrtivörur. Einfalt, þægilegt og allir glaðir.
Fyrirtæki sem eru með áskrift hjá Mín áskrift fá aðgang að sínu svæði. Þar geta þau meðal annars stjórnað sínum áskriftum, breytt þeim, bætt við áskriftum eða hætt þeim.
Mín áskrift býður fyrirtækjum að velja hversu oft þau vilja fá sent vörur til sín. Eins og einu sinni í viku, tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Kerfið hjá Mín áskrift er mjög sveigjanlegt, fyrirtæki geta líka fengi mismunandi eða sömu vörur sendar til sín oftar, til dæmis eins og tvisvar í viku.
Mín áskrift býður fyrirtækjum að velja hvaða dag vikunnar þau vilja fá vörurnar til sín, frá mánudegi til föstudags. Ef fyrirtæki vilja fá vörur sendar til sín einu sinni í mánuði þá geta þau valið hvaða viku í mánuði þau vilja vörurnar sendar til sín.
Mín áskrift býður fyrirtækjum að velja á hvaða tíma þau vilja fá vörur sendar til sín. Fyrirtæki geta valið klukkutíma glugga hvenær vörur eru sendar. Til dæmis ef þau eru með áskrift að Ber í boxi þá geta fyrirtæki valið að fá berin til sín milli 2 og 3 á þriðjudögum.
Skráðu þig á póstlistann og fáðu nýjustu fréttirnar beint í pósthólfið.