Lýsing
Femmenessence er náttúruleg og lífræn macarót og inniheldurál. ekki hormóna en styður við framleiðslu líkamans á hormónum gegnum HPA axis eða undirstúku-heiladinguls-nýrnahettu öxulinn og kemur þannig jafnvægi á hormónabúskapinn og hormónajafnvægið.
Femmenessence inniheldur eingöngu afurð macarótarinnar og búið er að einangra virku efnin úr macarótinni sem hjálpa til við hormónatengd vandamál kvenna á mismunandi aldri.
Skammtar: Eitt hylki að morgni með mat í nokkra daga og bæta svo við öðru á nokkurra daga fresti þar til fullum skammti er náð en Femmenessence er mjög virkt.
Ráðlagður dagsskammtur er 1-4 hylki á dag – fer eftir einkennum.
Femmenessence er með lífræna vottun í USA, Evrópu og Japan, er ekki erfðabreytt (non GMO) er með Fair Trade vottun eða sanngirnisvottun, er glúteinfrítt og hentugt fyrir grænmetisætur. Femmenessence pakkinn inniheldur 120 þynnupökkuð grænmetishylki en macarótin er viðkvæm fyrir súrefni og sólarljósi og því er þynnupökkun nauðsynleg til að viðhalda virkni og gæðum macarótarinnar.
Virkni Femmenessence hefur verið staðfest í rannsóknum og birt í virtum lækna- og vísindatímaritum
Mín áskrift mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.