Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur, jóga- og hugleiðslukennari hefur glímt við meltingarvandamál um árabil.

Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur, jóga- og hugleiðslukennari hefur glímt við meltingarvandamál um árabil.

Hér deilir hún með okkur á sinn skemmtilega hátt sinni reynslu og hvernig hún hefur náð tök á sínum málum.

Sem hjúkrunarfræðingur er ég mjög meðvituð um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru og góðrar meltingar og  því fagna ég allri umræðu um hægðir og klósettferðir fólks.  Í gegnum mitt starf og einkalíf hef ég áttað mig á hversu stór partur af heilsu fólks er tengdur meltingarveginum. Mér finnst  algerlega nauðsynlegt að hver og einn hugi að sinni “hægðaheilsu” og sem betur fer er

Við fjölskyldan dvöldum á Tenerife í tæpar tvær vikur í fyrra.  Ég gerði þau skelfilegu mistök að taka ekki með mér neina góðgerla  því  ég hélt að hægt væri að kaupa slíkt í næsta heilsuhúsi á eyjunni í Atlantshafi.  Ónei, ekki aldeilis.  Eyjaskeggjar eru eflaust flestir með fína meltingarheilsu því hvergi fann ég heilsuhús eða apótek sem seldi slíkar gersemar sem meltingarensím  og fjölgerlar eru.  Að kaupa kröftug laxativ lyf var alveg síðasta sort því ég nennti ekki að ganga í hægðum mínum í fína sundbolnum á ströndinni.  Loks á degi sjö í hægðastoppi fann ég  einhverja rándýra góðgerlablöndu en þrátt fyrir að hafa klárað alla pakkninguna næstu daga hafði það engin áhrif.  Allir gerlarnir greinilega löngu dauðir úr hita og ég hélt áfram að burðast með nokkur kíló af úrgangsefnum sem sátu sem fastast. Ég flaug heim til Íslands töluvert sverari um mig miðja og tilkynnti fjölskyldunni minni að einungis eitt grjóthart lambasparð hafi skilað sér í skálina allt fríið. Þeim fannst ég ekki fyndin!

Ég hef í mörg ár þurft að taka inn góðgerla og ég hef ekki tölu á því hve miklum fjármunum ég hef eytt í allskonar vörur sem stuðla að öflugri og betri meltingu og heilbrigðari þarmaflóru.  Sumt virkar og annað alls ekki.  Það er því með mikilli ánægju sem ég segi frá reynslu minni af Bio-Kult sem ég hef notað með hléum undanfarin ár en sem ég hef nú gefið meiri gaum og tekið að staðaldri.  Ég ákvað í ljósi minnar reynslu  og tregðu að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult  og Bio-Kult Candéa.  Með því móti  náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi. Í dag tek ég ráðlagðan skammt bæði kvölds og morgna og finn að það hefur mjög góð áhrif á meltinguna og garnahljóðin eru fyrir mér kærkominn og ómfagur hljómur.  Ennfremur þoli ég betur flestalla fæðu núna.

Ég hef í mörg ár þurft að taka inn góðgerla og ég hef ekki tölu á því hve miklum fjármunum ég hef eytt í allskonar vörur sem stuðla að öflugri og betri meltingu og heilbrigðari þarmaflóru.  Sumt virkar og annað alls ekki.  Það er því með mikilli ánægju sem ég segi frá reynslu minni af Bio-Kult sem ég hef notað með hléum undanfarin ár en sem ég hef nú gefið meiri gaum og tekið að staðaldri.  Ég ákvað í ljósi minnar reynslu  og tregðu að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult  og Bio-Kult Candéa.  Með því móti  náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi. Í dag tek ég ráðlagðan skammt bæði kvölds og morgna og finn að það hefur mjög góð áhrif á meltinguna og garnahljóðin eru fyrir mér kærkominn og ómfagur hljómur.  Ennfremur þoli ég betur flestalla fæðu núna.

Bio-Kult fyrir alla

Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem geta styrkt þarmaflóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

Loka