Lýsing
Active man hylkin innihalda 1500 mg l-arginín, 900 mg kóreskt gingseng, 450 mg damianajurt, 500 mg maca og 15 mg sink.
Arginín – Stinning og að viðhalda kynferðislegri örvun kallar á framleiðslu líkamans á köfnunarefnisoxíð (nitric oxide) en til þess að það gerist þurfum við m.a. á amínósýrunni arginín að halda. Köfnunarefnisoxíð er framleitt í öllum vefum líkamans og það hjálpar til við að stýra blóðflæði ásamt því að þjóna mikilvægu hlutverki í ónæmis- og taugakerfinu.
Kóreskt gingseng – er oft notað til að draga úr streitu og við stinningarvanda en það getur aukið blóðflæðið þar sem það víkkar út æðarnar og rannsóknir hafa sýnt að það hefur jákvæð áhrif þegar um stinningarvanda er að ræða.
Damania – er jurt sem getur gagnast við getuleysi og aukið kynhvöt.
Maca – er oft kallað perúskt gingseng því það er notað til að auka úthald, orku og kyngetu.
Sink – er mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi og skiptingu fruma. Einnig gegnir það afar mikilvægu hlutverki í allri tímgunarstarfsemi karla, ekki síst hormónamyndun, framleiðslu sæðis og hreyfanleika þess.
Mín áskrift mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.