Vildarpunktar

Markmið Mín áskrift er að bjóða upp á gott verð á þekktum vörumerkjum, ókeypis heimsendingu á flestum vörum og góða þjónustu til viðskiptavina.

Þegar allt er tekið með í reikninginn, vöruverð, afsláttur, vildarpunktar, frí heimsending af flestum vörum, þægindin við áskrift og fleira þá er engin spurning að þjónusta Mín áskrift er tvímælalaust vert að skoða. Viðskiptavinir fá að lágmarki 15% afslátt af fyrsta mánuðinum í áskrift af þeirra fyrstu vöru og byrja strax að vinna sér inn vildarpunkta eftir það. Sjá að neðan möguleikana við að afla vildarpunkta. Vildarpunktar geta verið fljótir að safnast saman – það munar um minna.

Viðskiptavinir geta nýtt vildarpunktana sem þeir eiga upp í nýjar áskriftir og upp í vörur mánaðarins ( þar er hægt að kaupa vörur í eitt skipti til að prófa þær ). 

Þú fylgist með þinni vildarpunktastöðu inná þínum reikningi á Mín áskrift.

Hægt er að fá ennþá betra verð á vörum með neðantöldum hætti.

Tryggðarbónus

Ein leið til þess að fá ennþá hagkvæmari verð er tryggðarbónusinn sem við bjóðum upp á. Á hverjum mánuði þar sem viðskiptavinur er í áskrift fær hann 100 vildarpunkta fyrir hverja virka áskrift.

Fyrstu kaupbónus

Viðskiptavinir fá strax 15% afslátt af sínum fyrstu kaupum á áskrift og einnig 100 vildarpunkta.

Umsagnarbónus

Skrifaðu umsögn um vörur sem þú kaupir á Mín áskrift og þá færð þú 100 vildarpunkta.


Deildubónus á samfélagsmiðlum

Ef þú deilir vöru frá Mín áskrift á Facebook þá færð þú 100 vildarpunkta, að hámarki 300 vildarpunktar á mánuði. Þú þarft að vera innskráð/ur   ( fara í nýskráningu ) og fara inn á vöru, fyrir neðan vörulýsingu er takki sem þú getur deilt vörunni á samfélagsmiðlum. Vildarpunktar koma strax inn á reikninginn þinn eftir það.

Dæmi um hvernig vildarkerfið lítur út á þínum síðum:


Einfalt er að nota vildarpunktana upp í fyrsta mánuðinn í áskrift eða vörur mánaðarins:


Vildarpunktar Mín áskrift - það munar um minna!

Hver punktur jafngildir einni krónu.

Punktar fyrnast á einu ári.

Viðskiptavinir geta nýtt sér vildarpunkta allt að 15% af vöruverði á fyrsta mánuði á nýrri áskrift eða á vörum mánaðarins en þar er hægt að kaupa vörur í eitt skipti til að prófa þær.

Loka