Lýsing
Talið er að margir taugahrörnunarsjúkdómar geti verið afleiðing af langvarandi oxunarálagi bólgum og uppsöfnun á eitruðum próteinum (eiturefni). Með aldrinum geta þessir þættir haft áhrif á, truflað og eyðilagt heilafrumur.
Clear Brain inniheldur ýmis efni sem vinna gegn þessum skaðlegum þáttum og til að vernda og styrkja heilastarfsemina: amínósýruna L-theanín sem finnst í grænu tei ásamt náttúrulegt þykkni úr valhnetum, granateplum, furuberki og pipar. Inniheldur einnig B-vítamín sem stuðlar að eðlilegri virkni taugakerfisins, pantóþensýru sem stuðlar að eðlilegri andlegri getu og að lokum joð sem stuðlar að eðlilegri vitrænni starfsemi.
Mín áskrift mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.