Lýsing
Iðraólga einkennist af endurteknum óþægindum og/eða verkjum í kvið, breytingum á tíðni hægðalosunar og útliti hægða og uppþembu. Iðraólga er almennt langvinnt og ófyrirsjáanlegt ástand.
Alflorex® við iðraólgu er flokkað sem lækningavara (IIb). Þetta er viðurkennd heilsuvara sem uppfyllir skilyrði til CE-merkingar (CE0477).
Alflorex® dregur úr einkennum iðraólgu, þ.m.t. uppþembu og vindgangi, kviðverkjum, niðurgangi og hægðatregðu.
Eitt hylki á dag með eða án matar. Má taka hvenær sem er dags.
Í staðinn fyrir að gleypa hylkið má líka opna það og strá innihaldinu yfir mat eða blanda saman við vökva.
Mín áskrift mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.