Lýsing
Betri líðan og aukin orka.
Active Liver eflir lifrarstarfsemi en lifrin sem er stærsti kirtill líkamans, gegnir fjölmörgum hlutverkum og er aðal efnaskiptalíffæri líkamans. Í raun er hún efnaverksmiðja sem starfar allan sólahringinn því án hennar ætti engin brennsla sér stað í líkamanum.
Að auki væri blóðrásin ekki eðlileg, hormónabúskapurinn færi úr jafnvægi, óhreinindi myndu safnast í blóði og ótal margt fleira færi úr skorðum.
Active Liver inniheldur mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls. Í blöndunni er einnig efnið kólín* sem stuðlar að, eðlilegum fituefnaskiptum, eðlilegri lifrarstarfsemi og eðlilegum efnaskiptum er varða amínósýruna hómósystein. Að auki inniheldur Active Liver túrmerik og svartann pipar.
Active Liver er ein vinsælasta varan frá New Nordic á Íslandi.
Mín áskrift mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.